Talið er að norðanáttin muni ná ér á strik seinnipartinn sunnan heiða og þá ætti að létta til, en fyrir norðan byrjar líklega að grána í fjöll.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.
Þá segir á vef Veðurstofunnar að búast megi við slyddu að snjókomu á fjallvegum norðantil á landinu í kvöld og á morgun.
Á morgun muni síðan bæta í vin dog úrkomu og víða vera norðan kaldi eða strekkingur. Talsverð úrkoma verði á Norður- og Austurlandi annað kvöld og aðra nótt og víða hvöss norðanátt og hviðótt við fjöll sunnan heiða.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Gengur í norðan og norðvestan 8-15 m/s, hvassast vestanlands. Rigning á Norður- og Austurlandi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Skýjað með köflum og lengst af úrkomulítið á Vesturlandi, en annars víða bjart veður. Hiti 4 til 11 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Norðan og norðvestan 10-18 m/s, hvassast suðaustanlands. Talsverð rigning eða slydda norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Norðan 8-18 m/s, hvassast austast, en hægari norðvestanlands. Skúrir eða él norðaustantil, en víða bjart. Áfram kalt í veðri og víða næturfrost.
Á fimmtudag:
Norðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él norðaustantil og hvassast á annesjum þar, en annars mun hægari og bjart veður. Hiti 3 til 11 stig að deginum, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, stöku él eða skúrir við norðurstöndina, en annars þurrt. Hægt vaxandi austanátt með rigningu syðst seinnipartinn og slyddu til fjalla. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Dálítil væta austast, en annars þurrt að kalla og bjart með köflum sunnanlands. Svalt í veðri.