Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 21:01 Eyjakonur fögnuðu sigri í handboltanum en töpuðu í fótboltanum í dag. Á leiðinni heim úr borginni lenti rúta þeirra í árekstri. vísir/Diego Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar. „Þetta gerðist rétt fyrir utan borgarmörkin. Það keyrir bíll í veg fyrir rútuna og hálfpartinn í hliðina á henni að framan,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. „Það er ekki þægilegt að lenda í árekstri og auðvitað voru leikmenn svolítið hristir en ég held að þetta hefði ekki getað farið betur. Enginn alvarlega slasaður, hvorki hjá okkur né í bílnum,“ segir Ellert en bætti þó við að einn leikmaður hefði verið sendur í skoðun á Landspítalanum, vegna smávægilegs höfuðhöggs. Eftir að hafa beðið í drykklanga stund héldu liðin með annarri rútu heim til Vestmannaeyja. Handboltakonurnar héldu heim með tvö stig í farteskinu eftir sigur gegn Gróttu í fyrstu umferðinni í Olís-deildinni. Fótboltakonurnar urðu hins vegar að sætta sig við 5-0 skell gegn HK í leik sem þó skipti litlu máli, í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Þar enduðu Eyjakonur í 6. sæti og þurfa því að gera aðra tilraun á næsta ári til að komast aftur í Bestu deildina. ÍBV Lengjudeild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
„Þetta gerðist rétt fyrir utan borgarmörkin. Það keyrir bíll í veg fyrir rútuna og hálfpartinn í hliðina á henni að framan,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. „Það er ekki þægilegt að lenda í árekstri og auðvitað voru leikmenn svolítið hristir en ég held að þetta hefði ekki getað farið betur. Enginn alvarlega slasaður, hvorki hjá okkur né í bílnum,“ segir Ellert en bætti þó við að einn leikmaður hefði verið sendur í skoðun á Landspítalanum, vegna smávægilegs höfuðhöggs. Eftir að hafa beðið í drykklanga stund héldu liðin með annarri rútu heim til Vestmannaeyja. Handboltakonurnar héldu heim með tvö stig í farteskinu eftir sigur gegn Gróttu í fyrstu umferðinni í Olís-deildinni. Fótboltakonurnar urðu hins vegar að sætta sig við 5-0 skell gegn HK í leik sem þó skipti litlu máli, í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Þar enduðu Eyjakonur í 6. sæti og þurfa því að gera aðra tilraun á næsta ári til að komast aftur í Bestu deildina.
ÍBV Lengjudeild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira