„Ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:38 Anita Lind í baráttunni. Vísir/Diego Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild. „Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira
„Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira