„Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:23 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir tók við stjórnartaumunum hjá Keflavík í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira