Hraun gæti náð að Reykjanesbraut á skömmum tíma í næsta gosi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 12:13 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira