Skinkan langódýrust í Prís Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 12:01 Prís opnaði 17. ágúst og er enn ódýrasta matvöruverslunin. Vísir/Vilhelm Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér. Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér.
Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24
Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09