Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:36 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir í kosningasjónvarpi hjá Ríkisútvarpinu. Vísir/ANton Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07