Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 17:32 Cole Palmer er lykilmaður hjá Chelsea en hann verður hvergi sjáanlegur í leikjum liðsins í Sambandsdeildinni í vetur. Getty/Harriet Lander Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir komandi Sambandsdeild Evrópu. Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024 Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024
Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira