Páll Valur skoðaði húsið ásamt nemendum við Fisktækniskólann í dag, tók myndir af girðingunni sem er umlukin hrauni og birti á Facebook.
Fisktækniskólinn var áður starfræktur í Grindavík en er nú á Sandgerði. Páll Valur tók nemendurna til að skoða bæinn, og hvernig fyrirtæki starfa í bænum. Þá langaði að skoða þennan hluta bæjarins þar sem hraunið flæddi inn og ákváðu að fara þangað.
„Að sjá þetta svona með eigin augum var alveg ótrúlegt, og svo er eyðileggingin í næstu húsunum við hliðina á. Það var áhrifamikið að sjá þetta,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu.
„Ef gosið hefði haldið áfram þarna hefði þetta hús bara farið líka, og fleiri fleiri hús. Það var eiginlega bara Guðs mildi að þetta hafi stoppað þarna.“