Sport

„Verst að fólk haldi að ég sé með þjón“

Sindri Sverrisson skrifar
Jessica Pegula hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslit á Opna bandaríska mótinu, og sárnar að vera sögð ofdekruð.
Jessica Pegula hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslit á Opna bandaríska mótinu, og sárnar að vera sögð ofdekruð. Getty/Fatih Aktas

Jessica Pegula er komin í undanúrslit Opna bandaríska mótsins í tennis en það er þó nokkuð sem að hefur angrað hana í gegnum tíðina. Það er þegar fólk heldur að hún sé ofdekruð bara vegna þess að pabbi hennar sé auðkýfingur.

Pabbi Pegula, olíuauðjöfurinn Terry, er metinn á 7,7 milljarða Bandaríkjadala, samkvæmt Forbes tímaritinu.

„Það sem er verst er að fólk skuli halda að ég sé með þjón,“ sagði Pegula sem er þrítug Bandaríkjakona.

„Að fólk haldi að mér sé ekið um allt, eigi mína eigin limmósínu, og að ég fljúgi um allt í einkaþotu. Ég er bara alls ekki þannig,“ sagði Pegula á mánudaginn.

Hún er nú komin í undanúrslit á risamótinu í New York og mætir þar Karolinu Muchova, sem þrátt fyrir veikindi hefur náð að koma verulega á óvart á mótinu.

Pegula er ekki sú eina í undanúrslitunum sem á ríka foreldra því í hinum undanúrslitaleiknum mætast Emma Navarro og Aryna Sabalenka.

Faðir Navarro er Ben sem á kreditkortaveldi og er metinn á 1,5 milljarð Bandaríkjadala, samkvæmt Forbes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×