Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 17:19 Nicolas Jackson fagnar marki sínu fyrir Chelsea. Félagið þarf að passa upp á reksturinn á næstunni. Getty/Chris Lee Enska úrvalsdeildin hefur gefið Chelsea grænt ljós á það að bæta rekstrarreikninginn sinn með því að selja tvö hótel til systurfélags. Chelsea þarf að grípa til þessara aðgerða til að komast hjá því að brjóta rekstrarreglur ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi frá fjárhagsárinu 2022-23 kom í ljós að skuldir Chelsea jukust um 89,9 milljónir punda á því tímabili. Þessi tala hefði verið mun hærri, um 166,4 milljónir punda, ef Chelsea hefði ekki fengið leyfi til að selja tvö hótel sem standa við hlið Stamford Bridge. Þetta eru hótelin Millennium og Copthorne. Salan þýddi að hótelin fóru frá því að vera í eigu Chelsea FC Holdings Ltd í það að vera í eigu BlueCo 22 Properties Ltd. Bæði félögin eru dótturfyrirtæki eignarhaldsfélags Chelsea. UEFA og enska knattspyrnusambandið banna slík viðskipti en enska úrvalsdeildin leyfir aftur á móti slíkt. Enska úrvalsdeildin fór samt yfir söluna á hótelunum tveimur og vottaði það að söluverði væri eðlilegt og í takt við samskonar sölur á markaði. ESPN segir frá. Chelsea hefur eytt stórum upphæðum í fjölmörg leikmannakaup á síðustu misserum og eru með langstærsta leikmannahópinn í deildinni. Það hefur vakið upp efasemdir að félagið haldi sér réttu megin við línuna þegar kemur að rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta eru í það minnsta góðar fréttir en Chelsea þarf eflaust að grípa til fleiri aðgerða til að lenda ekki í refsingum í næstu framtíð. More from ESPN's @JamesOlley here ⬇️ https://t.co/DAyDBUTEqk— ESPN UK (@ESPNUK) September 4, 2024 Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Chelsea þarf að grípa til þessara aðgerða til að komast hjá því að brjóta rekstrarreglur ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi frá fjárhagsárinu 2022-23 kom í ljós að skuldir Chelsea jukust um 89,9 milljónir punda á því tímabili. Þessi tala hefði verið mun hærri, um 166,4 milljónir punda, ef Chelsea hefði ekki fengið leyfi til að selja tvö hótel sem standa við hlið Stamford Bridge. Þetta eru hótelin Millennium og Copthorne. Salan þýddi að hótelin fóru frá því að vera í eigu Chelsea FC Holdings Ltd í það að vera í eigu BlueCo 22 Properties Ltd. Bæði félögin eru dótturfyrirtæki eignarhaldsfélags Chelsea. UEFA og enska knattspyrnusambandið banna slík viðskipti en enska úrvalsdeildin leyfir aftur á móti slíkt. Enska úrvalsdeildin fór samt yfir söluna á hótelunum tveimur og vottaði það að söluverði væri eðlilegt og í takt við samskonar sölur á markaði. ESPN segir frá. Chelsea hefur eytt stórum upphæðum í fjölmörg leikmannakaup á síðustu misserum og eru með langstærsta leikmannahópinn í deildinni. Það hefur vakið upp efasemdir að félagið haldi sér réttu megin við línuna þegar kemur að rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta eru í það minnsta góðar fréttir en Chelsea þarf eflaust að grípa til fleiri aðgerða til að lenda ekki í refsingum í næstu framtíð. More from ESPN's @JamesOlley here ⬇️ https://t.co/DAyDBUTEqk— ESPN UK (@ESPNUK) September 4, 2024
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira