Eitt versta sumar aldarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 15:26 Svona var oft umhorfs á vegum landsins í sumar. Vísir/Vilhelm Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu. September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“ Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“
Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09