Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 12:31 Martin Zubimendi með gullmedalíuna um hálsinn eftir frammistöðu sína í úrslitaleiknum gegn Englandi á EM í sumar. Getty/Sebastian Frej Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun að hafna því að fara til enska knattspyrnurisans Liverpool í sumar. Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira