Var mörgum sinnum við það að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 22:03 Það vill enginn hjá Barcelona lengur losna við Raphinha enda er að hann að spila frábærlega í upphafi tímabilsins. Getty/Lionel Hahn Barcelona framherjinn Raphinha er einn af spútnikleikmönnum tímabilsins til þessa enda hefur hann farið á kostum í fyrstu leikjum leiktíðarinnar á Spáni. Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum. Spænski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raphinha skoraði meðal annars þrennu í 7-0 sigri Barcelona á Real Valladolid um síðustu helgi. Raphinha kom til Barcelona frá Leeds United árið 2022 og kostaði spænska félagið 55 milljónir evra. Erfiðir tímar í upphafi Það gengur allt eins og í sögu núna en Raphinha segir að hann hafi þurft að komast í gegnum mjög erfiða tíma hjá Katalóníufélaginu. Raphinha fékk á sig mikla gagnrýni í byrjun og það tók sinn tíma að komast inn í hlutina hjá Barcelona. Mörgum sinnum var hann orðaður við brottför frá félaginu og aðrir leikmenn í hans stöðu voru stöðugt orðaðir við Barcelona. Í nýju útvarpsviðtali var Raphinha spurður út í það hvort hann hefði íhugað það að yfirgefa Barcelona. Flóknir tímar „Já fyrstu sex mánuði mína hér. Það voru flóknir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Þetta lagaðist eftir HM í Katar og ég endaði tímabilið vel. Það tók samt mikið á að komast almennilega inn í hlutina hér“ sagði Raphinha við RAC1. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég hugsaði nokkrum sinnum um að fara frá félaginu en komst fljótt í gegnum það. Þetta er Barca. Félagið er risastórt og það er fullkomlega eðlilegt að það sé erfitt að komast inn í hlutina hér,“ sagði Raphinha. Atvinna sem tortímir þér „Ef þú leggur mikið á þig og vilt eiga fótboltaferil þá máttu ekki gefast upp. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp, hætta í fótbolta og halda áfram með mitt. Þetta er atvinnugrein sem tortímir þér,“ sagði Raphinha. „Það kom stundum fyrir að ég fór heim og vissi ekki hvort ég gæti farið á fætur næsta morgun til að fara á æfingu. Ég hef grátið og hérna hjá Barca líka. Ég fer til sálfræðings af því ég veit hversu mikilvægt það er. Allir ættu að leita ráða sálfræðings því það hjálpar mikið,“ sagði Raphinha. Auðvelt að gefast upp á öllu „Ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá mun fótboltinn tortíma þér. Það er mjög auðvelt að detta í þunglyndi og gefast upp á öllu,“ sagði Raphinha. Raphinha er með 3 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum en í fyrra var hann með 6 mörk og 9 stoðsendingar í 28 deildarleikjum.
Spænski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó