Jöklafræðingur heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 07:01 Snævarr við sjónaukann og búnaðinn sem hann notar við mælingar sínar á fjarlægum fyrirbærum eins og breytistjörnum og fjarreikistjörnum. Snævarr Guðmundsson Íslenskur jöklafræðingur sem helgar stóran hluta frítíma síns athugunum á næturhimninum var gerður heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í síðasta mánuði. Hann segir vægi áhugastjarnfræðinga sífellt að aukast. Alþjóðasamband stjarnfræðinga (IAU) er skipað stjarn- og stjarneðlisfræðingum frá níutíu löndum og landsvæðum og 85 landssamböndum. Á undanförnum árum hefur sambandið byrjað að viðurkenna framlag áhugamanna sem eru ekki stjörnufræðimenntaðir með heiðursaðild að félaginu. Einn þeirra fimmtán heiðursfélaga sem sambandið samþykkti á allsherjarþingi sínu í Höfðaborg í Suður-Afríku í síðasta mánuði var Snævarr Guðmundsson, jöklafræðingur á Höfn í Hornafirði. Hann var tilnefndur af landsnefnd Stjarnvísindafélags Íslands og er fyrsti Íslendingurinn sem verður heiðursfélagi í sambandinu. Snævarr hlaut heiðurinn fyrir mælingar sínar á svonefndum breytistjörnum, myrkvatvístirnum og þvergöngum fjarreikistjarna og framlag sit í að kynna stjörnufræði fyrir almenningi. Breytistjörnur eru hvers kyns stjörnur með breytilega birtu, hvort sem breytileikinn stafar af innra eðli stjörnunnar eða utanaðkomandi þáttum eins og fylgistjörnu. Myrkvastjörnur eru tvístirni, tvær stjörnur með sameiginlega þyngdarmiðju, sem eru svo nærri hvor annarri og svo langt frá jörðu að ekki er hægt að greina á milli þeirra í sjónaukum. Gangi þær fyrir hvor aðra breytist birtustig myrkvastjörnunnar. Möguleikar áhugamanna stóraukist Athuganir sínar gerir Snævarr með sjónauka sem er fjörutíu sentímetrar að þvermáli, um það bil eins og sextán tommu pítsa, í Hornafirði. Sjónaukinn safnar um það bil fimm þúsund sinnum meira ljósi en mannsaugað er fært um. Aðgangur að stafrænni tækni sem þessari gjörbreytti því sem áhugastjörnufræðingar, sem Snævarr kýs að kalla stjarnmælingamenn þar sem þeir fást ekki við hefðbundna stjörnuskoðun, gátu gert. „Vægi þeirra hefur sífellt verið að aukast á undanförnum tuttugu árum,“ segir Snævarr sem áætlar að um 1.500 áhugamenn stundi sams konar mælingar og hann. Stjarnmælingamenn gera þannig ýmis konar athuganir sem stóru stjörnustöðvarnar eða sjónaukarnir komast ekki yfir. Gögn sín senda þeir svo í gagnabanka þar sem þau bíða staðfestingar. Stjörnukort sem sýnir staðsetningu fjarreikistjörnunnar HAT-P-9-b í stjörnumerkinu Ökumanninum sem Snævarr hefur mælt. Reikistjarna er svonefndur heitur Júpíterrisi með um tvo þriðju massa Júpíters sem gengur um móðurstjörnu sína á tæpum fjórum jarðneskum dögum. Til samanburðar tekur það Júpíter tólf ár að ganga einn hring um sólina okkar.Snævarr Guðmundsson Eins og að mæla götuljós yfir hálfan Faxaflóa Á meðal þess sem Snævarr gerir er að fylgja eftir uppgötvunum fjarreikistjarna, reikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, með frekari mælingum. Fjarreikistjarna er meðal annars leitað með því að skima eftir örlitlum breytingum í birtu stjarna þegar reikistjarna gengur á milli þeirra og jarðarinnar. Sú aðferð er nefnd þvergönguaðferðin og er gríðarlegt nákvæmnisverk enda getur birtan frá móðurstjörnunni verið milljónfalt meiri en sú sem berst frá reikistjörnunni. „Þessi birtubreyting er mjög lítil. Hún er sambærileg við að þú myndir beina sjónauka á ljósastaur í Keflavík frá Reykjavík og það flýgur fluga fyrir ljósluktina og þú mælir þá birtubreytingu sem þá verður,“ segir hann. Ánægjuleg brekka Snævarr hefur fylgst með stjörnunum í hátt fjóra áratugi. Þegar hann rakst á grein sem fjallaði um hvernig framlag frá áhugamönnum gæti haft vísindalegt vægi fannst honum það spennandi kostur enda ekki ýkja margar vísindagreinar sem hafa rými fyrir áhugamenn. „Þetta fannst mér mjög heillandi og vissi að það myndi auka mína þekkingu á stjörnufræði og vísindum að reyna komast inn í þetta.“ Í framhaldinu las Snævarr sér til, keypti sér ljósmæli fyrir sjónaukann og tók nýja áhugamálið stig af stigi. „Þetta var mikil brekka að læra því það er svo margt sem þarf að hafa í huga en ég hafði bara mikla ánægju af því þannig að það var aldrei neitt nema ánægja að leggja í þá brekku. Um leið og þú ferð að sjá niðurstöðurnar, sjá hvernig stjarna breytir um birtu, er eins og þú sért að starta bíl, það bara kveikir í þér,“ segir hann. Snævarr fæst einnig við hefðbundna stjörnuljósmyndun í hjáverkum. Þessi mynd er af Keiluþokunni (NGC 2264), Refsfeldinum og Flöktþoku Hubble.Snævarr Guðmundsson Jöklafræðingur á daginn, stjarnmælingamaður á kvöldin Snævarr hefur nú fylgst með breytistjörnum frá árinu 2004 og sex árum seinna mældi hann sína fyrstu fjarreikistjörnu, fyrstur Íslendinga. Hann hefur nú mælt fleiri en 120 þvergöngur frá Íslandi, nokkuð sem krefst talsverðrar elju vegna veðuraðstæðna. Áhugamálið er raunar ákaflega tímafrekt. Snævarr segir hvern viðburð taka að minnsta kosti sex tíma í ljósmælingu. Við bætist einn til tveir tímar í undirbúning og frágang og svo þarf að vinna úr gögnunum. „Hvert kvöld er undirlagt í hvert fyrirbæri,“ segir hann. Til viðbótar skrifar Snævarr svo um hverjar mælingar sem tekur talsverðan tíma til viðbótar. „Það er mikill tími sem fer í þetta en þetta er bara ánægja fyrir mig. Ég segi það að á daginn vinni ég sem jöklafræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands og þegar ég kem heim gerist ég stjarnmælingamaður.“ Geimurinn Vísindi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Alþjóðasamband stjarnfræðinga (IAU) er skipað stjarn- og stjarneðlisfræðingum frá níutíu löndum og landsvæðum og 85 landssamböndum. Á undanförnum árum hefur sambandið byrjað að viðurkenna framlag áhugamanna sem eru ekki stjörnufræðimenntaðir með heiðursaðild að félaginu. Einn þeirra fimmtán heiðursfélaga sem sambandið samþykkti á allsherjarþingi sínu í Höfðaborg í Suður-Afríku í síðasta mánuði var Snævarr Guðmundsson, jöklafræðingur á Höfn í Hornafirði. Hann var tilnefndur af landsnefnd Stjarnvísindafélags Íslands og er fyrsti Íslendingurinn sem verður heiðursfélagi í sambandinu. Snævarr hlaut heiðurinn fyrir mælingar sínar á svonefndum breytistjörnum, myrkvatvístirnum og þvergöngum fjarreikistjarna og framlag sit í að kynna stjörnufræði fyrir almenningi. Breytistjörnur eru hvers kyns stjörnur með breytilega birtu, hvort sem breytileikinn stafar af innra eðli stjörnunnar eða utanaðkomandi þáttum eins og fylgistjörnu. Myrkvastjörnur eru tvístirni, tvær stjörnur með sameiginlega þyngdarmiðju, sem eru svo nærri hvor annarri og svo langt frá jörðu að ekki er hægt að greina á milli þeirra í sjónaukum. Gangi þær fyrir hvor aðra breytist birtustig myrkvastjörnunnar. Möguleikar áhugamanna stóraukist Athuganir sínar gerir Snævarr með sjónauka sem er fjörutíu sentímetrar að þvermáli, um það bil eins og sextán tommu pítsa, í Hornafirði. Sjónaukinn safnar um það bil fimm þúsund sinnum meira ljósi en mannsaugað er fært um. Aðgangur að stafrænni tækni sem þessari gjörbreytti því sem áhugastjörnufræðingar, sem Snævarr kýs að kalla stjarnmælingamenn þar sem þeir fást ekki við hefðbundna stjörnuskoðun, gátu gert. „Vægi þeirra hefur sífellt verið að aukast á undanförnum tuttugu árum,“ segir Snævarr sem áætlar að um 1.500 áhugamenn stundi sams konar mælingar og hann. Stjarnmælingamenn gera þannig ýmis konar athuganir sem stóru stjörnustöðvarnar eða sjónaukarnir komast ekki yfir. Gögn sín senda þeir svo í gagnabanka þar sem þau bíða staðfestingar. Stjörnukort sem sýnir staðsetningu fjarreikistjörnunnar HAT-P-9-b í stjörnumerkinu Ökumanninum sem Snævarr hefur mælt. Reikistjarna er svonefndur heitur Júpíterrisi með um tvo þriðju massa Júpíters sem gengur um móðurstjörnu sína á tæpum fjórum jarðneskum dögum. Til samanburðar tekur það Júpíter tólf ár að ganga einn hring um sólina okkar.Snævarr Guðmundsson Eins og að mæla götuljós yfir hálfan Faxaflóa Á meðal þess sem Snævarr gerir er að fylgja eftir uppgötvunum fjarreikistjarna, reikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, með frekari mælingum. Fjarreikistjarna er meðal annars leitað með því að skima eftir örlitlum breytingum í birtu stjarna þegar reikistjarna gengur á milli þeirra og jarðarinnar. Sú aðferð er nefnd þvergönguaðferðin og er gríðarlegt nákvæmnisverk enda getur birtan frá móðurstjörnunni verið milljónfalt meiri en sú sem berst frá reikistjörnunni. „Þessi birtubreyting er mjög lítil. Hún er sambærileg við að þú myndir beina sjónauka á ljósastaur í Keflavík frá Reykjavík og það flýgur fluga fyrir ljósluktina og þú mælir þá birtubreytingu sem þá verður,“ segir hann. Ánægjuleg brekka Snævarr hefur fylgst með stjörnunum í hátt fjóra áratugi. Þegar hann rakst á grein sem fjallaði um hvernig framlag frá áhugamönnum gæti haft vísindalegt vægi fannst honum það spennandi kostur enda ekki ýkja margar vísindagreinar sem hafa rými fyrir áhugamenn. „Þetta fannst mér mjög heillandi og vissi að það myndi auka mína þekkingu á stjörnufræði og vísindum að reyna komast inn í þetta.“ Í framhaldinu las Snævarr sér til, keypti sér ljósmæli fyrir sjónaukann og tók nýja áhugamálið stig af stigi. „Þetta var mikil brekka að læra því það er svo margt sem þarf að hafa í huga en ég hafði bara mikla ánægju af því þannig að það var aldrei neitt nema ánægja að leggja í þá brekku. Um leið og þú ferð að sjá niðurstöðurnar, sjá hvernig stjarna breytir um birtu, er eins og þú sért að starta bíl, það bara kveikir í þér,“ segir hann. Snævarr fæst einnig við hefðbundna stjörnuljósmyndun í hjáverkum. Þessi mynd er af Keiluþokunni (NGC 2264), Refsfeldinum og Flöktþoku Hubble.Snævarr Guðmundsson Jöklafræðingur á daginn, stjarnmælingamaður á kvöldin Snævarr hefur nú fylgst með breytistjörnum frá árinu 2004 og sex árum seinna mældi hann sína fyrstu fjarreikistjörnu, fyrstur Íslendinga. Hann hefur nú mælt fleiri en 120 þvergöngur frá Íslandi, nokkuð sem krefst talsverðrar elju vegna veðuraðstæðna. Áhugamálið er raunar ákaflega tímafrekt. Snævarr segir hvern viðburð taka að minnsta kosti sex tíma í ljósmælingu. Við bætist einn til tveir tímar í undirbúning og frágang og svo þarf að vinna úr gögnunum. „Hvert kvöld er undirlagt í hvert fyrirbæri,“ segir hann. Til viðbótar skrifar Snævarr svo um hverjar mælingar sem tekur talsverðan tíma til viðbótar. „Það er mikill tími sem fer í þetta en þetta er bara ánægja fyrir mig. Ég segi það að á daginn vinni ég sem jöklafræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands og þegar ég kem heim gerist ég stjarnmælingamaður.“
Breytistjörnur eru hvers kyns stjörnur með breytilega birtu, hvort sem breytileikinn stafar af innra eðli stjörnunnar eða utanaðkomandi þáttum eins og fylgistjörnu. Myrkvastjörnur eru tvístirni, tvær stjörnur með sameiginlega þyngdarmiðju, sem eru svo nærri hvor annarri og svo langt frá jörðu að ekki er hægt að greina á milli þeirra í sjónaukum. Gangi þær fyrir hvor aðra breytist birtustig myrkvastjörnunnar.
Geimurinn Vísindi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira