Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 07:31 Anna Mariana Casemiro styður sinn mann sem átti afar erfitt uppdráttar í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Instagram/Getty Anna Mariana, eiginkona Casemiro, tók til varna fyrir sinn mann á Instagram eftir að Brasilíumaðurinn sætti harkalegri gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Manchester United gegn Liverpool í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag. Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag.
Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira