„Við munum ekkert fá mörg svona mörk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:52 Jökull var eðlilega sáttur með stigin þrjú. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega sáttur með leik sinna manna eftir 3-0 sigur gegn FH í 21. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn