„Létum bara vaða og það datt inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:40 Óli Valur mundar skotfótinn fyrr í sumar. Vísir/Diego Óli Valur Ómarsson kom Stjörnumönnum á bragðið með glæsilegu marki eftir tæplega klukkutíma leik í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í kvöld. Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira