Þetta kemur frá í veðurspá veðurstofunnar og hugleiðingum veðurfræðings. Seinnipartinn verður dálítil væta en bjartviðri á Norðausturlandi og hiti verður á bilinu tólf til 22 stig.
Þó er enn varað við hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og Snæfellsnesi vegna talsverðrar eða mikillar rigning. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og er fólk hvatt til þess að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla. Gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að búist sé við hægari vindi á morgun og mildu veðri. Víða sunnangola síðdegis og dálítil væta með köflum í flestum landshlutum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt, þrír til tíu m/s og víða dálítil væta með köflum. Hiti tíu til sextán stig.
Á þriðjudag: Norðvestan þrír til tíu m/s og dálítil væta norðaustantil, en lengst af bjart sunnan- og vestanlands. Hiti sjö til fimmtán stig, mildast syðst.
Á miðvikudag og fimmtudag: Sunnan og suðvestan fimm til þrettán m/s og rigning, en bjart með köflum og úrkomulítið fyrir austan. Hiti tíu til nítján stig, hlýjast á Austurlandi.
Á föstudag: Suðvestlæg átt, skýjað og stöku skúrir, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti níu til fjórtán stig.
Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.