„Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 14:18 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05