Lögregla fann efnin í seglskútu sem lagðist að bryggju í Vágsbotni í fyrradag. Fimmmenningarnir voru handteknir á staðnum. Fram kemur í frétt Portal að hinir handteknu séu tvær konur, hin dönsk, og þrír karlmenn. Tveir þeirra eru danskir og sá þriðji færeyskur.
Fólkinu var birt ákæra í gær og þau leidd fyrir dómara. Öll neituðu sök í málinu.
Portal kveðst ekki hafa nákvæma tölu yfir verðmæti efnanna en samkvæmt útreikningi í svipuðu máli frá árinu 2021 er söluvirðið talið vera um tíu milljónir danskra króna. Það jafngildir rúmum 205 milljónum íslenskra króna.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.