Innlent

Á­byrgð for­eldra og mikið verður lítið

Ritstjórn skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Við kynnum okkur málið en skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur.

Klippa: Kvöldfréttir 30. ágúst 2024

Neytendur eru sífellt meðvitaðri um svokallaða shrinkflation, magnskerðingu, sem matvælaframleiðendur hér á landi hafa gripið til svo hægt sé að forðast beinar verðhækkanir. Við heyrum í framkvæmdastjóra Bónuss sem segir erfitt að bregðast við magnskerðingu; helsta vopnið sé að halda vöruúrvali fjölbreyttu.

Þá kíkjum við á fimm klukkustunda langan sálmaflutning, verðum í beinni frá styrktartónleikum Barnaheill og í beinni frá kjúllagarðinum svokallaða á bæjarhátíðinni í túninu heima.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×