Uppgjörið: Vestri - Fylkir 0-0 | Fátt um fína drætti í rokinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2024 16:00 Vestri vísir/Anton Vestri og Fylkir gerðu markalaust jafntefli á Ísafirði í dag. Leikurinn var tilþrifalítill en heimamenn þó mun sterkari án þess að nýta sér það. Veðuraðstæður voru ekki upp á það besta. Strekkingsvindur sem setti svo sannarlega mark sitt á leikinn. Vestri lék gegn vindinum í fyrri hálfleik. Þeir stýrðu ferðinni en gekk afar illa að skapa sér færi. Heimamenn fengu eitt hálffæri í lok fyrri hálfleiks en lengra náði það ekki. Fylkismenn kunnu að sama skapi ekkert að spila með vindinn í bakið. Þeir spörkuðu boltanum ítrekað út af og gátu ekki einu sinni gefið fyrir í hornspyrnum. Hálfleikstölur 0-0 og nákvæmlega ekkert að frétta. Vestramenn voru miklu betri að spila með vindinn í bakið og voru sem fyrr sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Sem fyrr voru færin af skornum skammti. Nokkur hálffæri hér og þar. Vestramenn þó alltaf líklegri. Fylkismenn mega prísa sig sæla með stigið en að sama skapi mega Vestramenn vera pirraðir að hafa ekki nýtt yfirburði sína í dag til þess að vinna leikinn. Atvik leiksins Það er ekki hægt að taka neitt sérstakt út. Það gerðist það lítið í þessum leik. Stjörnur og skúrkar Framherjar Vestra eru í raun skúrkarnir fyrir að klára ekki dæmið í þessum leik. Það voru engar stjörnur að þessu sinni. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson sá um dómgæsluna og fórst það vel úr hendi. Stemning og umgjörð Vindurinn stal senunni og leikmenn áttu aldrei möguleika gegn honum. Stemningin á vellinum heilt yfir með ágætum þrátt fyrir aðstæður. Viðtöl: Besta deild karla Vestri Fylkir
Vestri og Fylkir gerðu markalaust jafntefli á Ísafirði í dag. Leikurinn var tilþrifalítill en heimamenn þó mun sterkari án þess að nýta sér það. Veðuraðstæður voru ekki upp á það besta. Strekkingsvindur sem setti svo sannarlega mark sitt á leikinn. Vestri lék gegn vindinum í fyrri hálfleik. Þeir stýrðu ferðinni en gekk afar illa að skapa sér færi. Heimamenn fengu eitt hálffæri í lok fyrri hálfleiks en lengra náði það ekki. Fylkismenn kunnu að sama skapi ekkert að spila með vindinn í bakið. Þeir spörkuðu boltanum ítrekað út af og gátu ekki einu sinni gefið fyrir í hornspyrnum. Hálfleikstölur 0-0 og nákvæmlega ekkert að frétta. Vestramenn voru miklu betri að spila með vindinn í bakið og voru sem fyrr sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Sem fyrr voru færin af skornum skammti. Nokkur hálffæri hér og þar. Vestramenn þó alltaf líklegri. Fylkismenn mega prísa sig sæla með stigið en að sama skapi mega Vestramenn vera pirraðir að hafa ekki nýtt yfirburði sína í dag til þess að vinna leikinn. Atvik leiksins Það er ekki hægt að taka neitt sérstakt út. Það gerðist það lítið í þessum leik. Stjörnur og skúrkar Framherjar Vestra eru í raun skúrkarnir fyrir að klára ekki dæmið í þessum leik. Það voru engar stjörnur að þessu sinni. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson sá um dómgæsluna og fórst það vel úr hendi. Stemning og umgjörð Vindurinn stal senunni og leikmenn áttu aldrei möguleika gegn honum. Stemningin á vellinum heilt yfir með ágætum þrátt fyrir aðstæður. Viðtöl:
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti