Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2024 21:01 Horft yfir slysstað á Breiðarmerkurjökli. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“ Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“
Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira