Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Ólafur Björn Sverrisson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. ágúst 2024 17:12 Ingibjörg Halldórsdóttir ræddi um viðbrögð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. „Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“ Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
„Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira