Sorglegt að búið hafi verið að vara við sumarferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:00 Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála. Hún segir brýnt að málið verði rannsakað vel. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess. Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja. Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja.
Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent