Fjórir látnir eftir aðra umferð loftárása Rússa í nótt og morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2024 06:39 Að minnsta kosti 40 heimili í og umhverfis Kænugarð urðu fyrir skemmdum í árásum Rússa í gær. Getty/Hermálayfirvöld í Kænugarði Íbúar víðsvegar um Úkraínu voru hvattir til að leita skjóls í morgun, annan daginn í röð, vegna umfagnsmikilla loftárása Rússa. Tveir létust í árás á hótel í borginni Kryvyi Rih í nótt og tveir til viðbótar í drónaárásum á Zaporizhzhia. Sprengingar heyrðust í Kænugarði, þar sem loftvarnarkerfi voru sögð hafa skotið niður eldflaugar og dróna. Viðvaranir voru gefnar út strax í gærkvöldi í Kænugarði, Kryviy Rih og mörgum héruðum í mið- og austurhluta Úkraínu. Að sögn Serhiy Lisak, ríkisstjóra Dnipropetrovsk, er talið að tveir almennir borgarar séu mögulega fastir undir húsarústum hótelsins í Kryvyi Rih. Fjórar stórar byggingar, sex verslanir og átta bifreiðar skemmdust í árásunum á borgina. Að minnsta kosti sjö létust í árásum gærdagsins, þegar Rússar beittu hundruðum eldflauga og dróna gegn skotmörkum í Úkraínu. Orkuinnviðir voru meðal skotmarkanna og margir voru án rafmagns og vatns í gær. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði að um hefði verið að ræða að minnsta kosti 127 eldflaugar og 109 dróna en hershöfðinginn Mykola Oleshchuk sagði að af þeim hefðu 102 eldflaugar og 99 drónar verið skotnir niður. Oleshchuk sagði um að ræða umfangsmestu loftárásir Rússa til þessa. Árásirnar voru fordæmdar af leiðtogum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Þá greindi yfirvöld í Póllandi frá því að Rússar hefðu rofið lofthelgi landsins. Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir aukinni aðstoð frá bandamönnum, meðal annars við að skjóta niður eldflaugar og dróna. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sprengingar heyrðust í Kænugarði, þar sem loftvarnarkerfi voru sögð hafa skotið niður eldflaugar og dróna. Viðvaranir voru gefnar út strax í gærkvöldi í Kænugarði, Kryviy Rih og mörgum héruðum í mið- og austurhluta Úkraínu. Að sögn Serhiy Lisak, ríkisstjóra Dnipropetrovsk, er talið að tveir almennir borgarar séu mögulega fastir undir húsarústum hótelsins í Kryvyi Rih. Fjórar stórar byggingar, sex verslanir og átta bifreiðar skemmdust í árásunum á borgina. Að minnsta kosti sjö létust í árásum gærdagsins, þegar Rússar beittu hundruðum eldflauga og dróna gegn skotmörkum í Úkraínu. Orkuinnviðir voru meðal skotmarkanna og margir voru án rafmagns og vatns í gær. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði að um hefði verið að ræða að minnsta kosti 127 eldflaugar og 109 dróna en hershöfðinginn Mykola Oleshchuk sagði að af þeim hefðu 102 eldflaugar og 99 drónar verið skotnir niður. Oleshchuk sagði um að ræða umfangsmestu loftárásir Rússa til þessa. Árásirnar voru fordæmdar af leiðtogum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Þá greindi yfirvöld í Póllandi frá því að Rússar hefðu rofið lofthelgi landsins. Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir aukinni aðstoð frá bandamönnum, meðal annars við að skjóta niður eldflaugar og dróna.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira