Chiesa var ekki í leikmannahóp Juventus sem vann öruggan 3-0 útisigur á Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, í kvöld. Þá hefur Fabrizio Romano, samlandi Chiesa, gefið út að Liverpool sé með Chiesa á blaði.
Hann virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá Thiago Motta, nýjum þjálfara Juventus, og er Liverpool talið líklegast til að fá hann í sínar raðir. Ekki kemur fram hvort um lán eða kaup sé að ræða.
🚨🔴 EXCLUSIVE: Liverpool make initial approach for Federico Chiesa as possible option for final days.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2024
Chiesa, available on the market as Juve want to find a solution and #LFC made contact today.
Liverpool exploring conditions of the deal as Chiesa would be keen on PL move. pic.twitter.com/nPoEyOFSTV
Liverpool hefur verið heldur rólegt á leikmannamarkaðnum til þessa en liðið hefur verið meira í að selja en að kaupa. Félagið taldi sig vera búið að landa hinum spænska Martin Zubimenti, miðjumanni Real Sociedad, en hann ákvað að vera áfram á Spáni.
Slot hefur byrjað vel sem þjálfari Liverpool og unnið fyrstu tvo deildarleiki sína. Hann vill hins vegar breikka hóp liðsins til að berjast á öllum vígstöðvum.