Fótbolti

Guð­rún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún fagnaði markinu vel og innilega.
Guðrún fagnaði markinu vel og innilega. FC Rosengård

Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Guðrún eftir undirbúning Emiliu Larsson. Reyndist það eina mark leiksins og Rosengård hafa nú unnið 16 deildarleiki í röð.

Liðið trónir á toppi deildarinnar með 48 stig, níu stigum meira en Hammarby og Häcken sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Í sænsku úrvalsdeild karla var Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Mjällby á heimavelli. Arnór Ingvi var tekinn af velli í hálfleik þegar staðan var þegar orðin 2-0.

Ísak Andri var tekinn af velli á 63. mínútu. Nokkrum nokkrum mínútum síðar minnkuðu heimamenn muninn. Þeim tókst ekki að jafna og gestirnir fóru heim með stigin þrjú.

Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason voru í byrjunarliði Halmstad þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Vasteras á heimavelli. Birnir Snær var takinn af velli á 69. mínútu á meðan Gísli spilaði allan leikinn. Halmstad brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma.

Norrköping er í 11. sæti með 23 stig á meðan Halmstad er í 13. sæti með 21 stig, aðeins þremur fyrir ofan fallsæti.

Í Danmörku spilaði Sævar Atli Magnússon allan leikinn þegar Lyngby tapaði 1-0 fyrir Viborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Vítaspyrna fór forgörðum hjá Lyngby í hálfleik og það nýttu heimamenn sér í síðari hálfleik.

Lyngby er sem stendur með aðeins tvö stig eftir sex umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×