Fyrirtækið er frumkvöðull í sumaríshellaferðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2024 17:57 Úr kynningarefni Ice Pic Journeys. https://icepicjourneys.is Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Fjallað var um leitina og slysið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttina má sjá að neðan. Seinni partinn í dag kom í ljós að tveir ferðamenn sem björgunarsveitarfólk hefur leitað að í sólarhring undir ís við Breiðamerkurjökul voru ekki undir ísnum. Ice Pic Journeys hafði tilkynnt lögreglu að 25 hefðu verið í ferðinni en síðdegis í dag uppgötvaðist að ferðamennirnir hefðu verið 23. Þeirra tveggja sem var saknað höfðu ekki mætt í ferðina. Bandarískur karlmaður lést þegar hann varð fyrir ísfargi í gær. Kona hans slasaðist alvarlega en er ekki í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Heimsóknir í íshella hafa verið vinsælar hjá ferðamönnum undanfarin ár en slíkar ferðir hafa þó að mestu verið bundnar við veturinn. Það hefur þó breyst meðal annars með tilkomu Ice Pic Journeys. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ segir á heimasíðu Ice Pic Journeys þar sem talað er til verðandi viðskiptavina. „Það besta er að við höfum íshellana að stórum hluta út af fyrir okkur sem gerir reynsluna þeim mun persónulegri fyrir ykkur.“ Íshellaferðirnar eru gerðar út frá Jökulsárlóni þaðan sem ekið er að Breiðamerkurjökli. Sérstakar reglur gilda um börn í ferðum fyrirtækisins. Undir átján ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Börn undir fimm ára aldri þurfa að vera í einhvers konar bakpoka með foreldrum sínum. Hefðbundnu ferðirnar kosta á bilinu 30 til 40 þúsund krónur og njóta mikilla vinsælda ef marka má skrif gesta á samfélagsmiðla og heimasíðu fyrirtækisins. Þá er einnig boðið upp á Zip-line ferðir á sama stað en þær kosta margfalt meira. Á Instagram-síðu fyrirtækisins segir að á Íslandi séu jöklarnir leikvellir. View this post on Instagram A post shared by Ice Pic Journeys (@icepicjourneys) Saga fyrirtækisins er rakin að litlu leyti á heimasíðu þess. Þar segir að Mike Reid, stofnandi Ice Pic Journeys ásamt Ryan Newburn, hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið holu í þakið á stað sem var valinn með tilliti til öryggis. Þannig hafi hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshellinn. Félag fjallaleiðsögumanna sagðist í tilkynningu síðdegis harma slysið hörmulega. Mikilvægt væri að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar lögreglu á tildrögum þess áður en of víðtækar ályktanir væru dregnar um orsakir þess. „Mikilvægt er að fá skýra mynd af atburðarásinni til að ganga úr skugga um hvaða lærdóm megi draga af aðdraganda slyssins og lágmarka hættu á frekari slysum á fólki á ferð um jökla og fjallendi Íslands.“ Tekið er sérstaklega fram að umræddur hópur ferðamanna og leiðsögufólk hafi ekki verið á vegum félagsins. Fyrrnefndur Mike Reid, stofnandi Ice Pic Journeys, er skráður ritari Félags fjallaleiðsögumanna á heimasíðu félagsins. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af forsvarsmönnum Ice Pic Journeys í dag en án árangurs. Þá hefur fréttastofa sömuleiðis sent skriflega fyrirspurn á Guide to Iceland sem hefur ekki verið svarað. Ferðamennska á Íslandi Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fjallað var um leitina og slysið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttina má sjá að neðan. Seinni partinn í dag kom í ljós að tveir ferðamenn sem björgunarsveitarfólk hefur leitað að í sólarhring undir ís við Breiðamerkurjökul voru ekki undir ísnum. Ice Pic Journeys hafði tilkynnt lögreglu að 25 hefðu verið í ferðinni en síðdegis í dag uppgötvaðist að ferðamennirnir hefðu verið 23. Þeirra tveggja sem var saknað höfðu ekki mætt í ferðina. Bandarískur karlmaður lést þegar hann varð fyrir ísfargi í gær. Kona hans slasaðist alvarlega en er ekki í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Heimsóknir í íshella hafa verið vinsælar hjá ferðamönnum undanfarin ár en slíkar ferðir hafa þó að mestu verið bundnar við veturinn. Það hefur þó breyst meðal annars með tilkomu Ice Pic Journeys. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ segir á heimasíðu Ice Pic Journeys þar sem talað er til verðandi viðskiptavina. „Það besta er að við höfum íshellana að stórum hluta út af fyrir okkur sem gerir reynsluna þeim mun persónulegri fyrir ykkur.“ Íshellaferðirnar eru gerðar út frá Jökulsárlóni þaðan sem ekið er að Breiðamerkurjökli. Sérstakar reglur gilda um börn í ferðum fyrirtækisins. Undir átján ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Börn undir fimm ára aldri þurfa að vera í einhvers konar bakpoka með foreldrum sínum. Hefðbundnu ferðirnar kosta á bilinu 30 til 40 þúsund krónur og njóta mikilla vinsælda ef marka má skrif gesta á samfélagsmiðla og heimasíðu fyrirtækisins. Þá er einnig boðið upp á Zip-line ferðir á sama stað en þær kosta margfalt meira. Á Instagram-síðu fyrirtækisins segir að á Íslandi séu jöklarnir leikvellir. View this post on Instagram A post shared by Ice Pic Journeys (@icepicjourneys) Saga fyrirtækisins er rakin að litlu leyti á heimasíðu þess. Þar segir að Mike Reid, stofnandi Ice Pic Journeys ásamt Ryan Newburn, hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið holu í þakið á stað sem var valinn með tilliti til öryggis. Þannig hafi hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshellinn. Félag fjallaleiðsögumanna sagðist í tilkynningu síðdegis harma slysið hörmulega. Mikilvægt væri að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar lögreglu á tildrögum þess áður en of víðtækar ályktanir væru dregnar um orsakir þess. „Mikilvægt er að fá skýra mynd af atburðarásinni til að ganga úr skugga um hvaða lærdóm megi draga af aðdraganda slyssins og lágmarka hættu á frekari slysum á fólki á ferð um jökla og fjallendi Íslands.“ Tekið er sérstaklega fram að umræddur hópur ferðamanna og leiðsögufólk hafi ekki verið á vegum félagsins. Fyrrnefndur Mike Reid, stofnandi Ice Pic Journeys, er skráður ritari Félags fjallaleiðsögumanna á heimasíðu félagsins. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af forsvarsmönnum Ice Pic Journeys í dag en án árangurs. Þá hefur fréttastofa sömuleiðis sent skriflega fyrirspurn á Guide to Iceland sem hefur ekki verið svarað.
Ferðamennska á Íslandi Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira