Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar nú síðdegis. Þar segir að flatarmál hraunbreiðunnar sé nú orðið um 15,1 ferkílómetri. Í upphafi eldgossins er áætlað að hraunflæði hafi verið um 1.500 til 2.000 rúmmetrar á sekúndu, en nú nemur hraunflæðið nokkrum tugum rúmmetra á sekúndu.
Allar mælingar benda þannig til þess að gosið sé það stærsta frá því haustið 2023. „Síðasta sólahring hefur virknin einangrað sig nokkuð á einu svæði norðarlega á gossprungunni sem opnaðist að kvöldi 22. ágúst. Hraunið flæðir nú að mestu til norðvesturs í tveimur megin straumum og hefur hægt verulega á framrás þess,” segir meðal annars í tilkynningunni.
Þá hefur hættumatskortið einnig verið uppfært.

Nánari upplýsingar um gasmengun og gasmengunarspá ná málgast hér.