Sagði kórstjórann hafa hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 13:53 Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“. Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum. Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum.
Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira