Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Þá verður rætt við yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem stjórnar aðgerðum lögreglu á slysstað.
Fjöldi ofbeldisbrota ungmenna hefur ríflega þrefaldast á tíu árum og alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað mikið.
Gasmengun frá eldgosinu mun berast yfir Reykjanesbæ í dag og seinna í kvöld yfir Hafnir og Bláa lónið. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu frá því í gær, enn er töluverð strókavirkni.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.