„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:40 Jónatan Ingi átti góðan leik fyrir Val í dag. Vísir/Anton Brink Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni. Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum. Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum.
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira