„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:40 Jónatan Ingi átti góðan leik fyrir Val í dag. Vísir/Anton Brink Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni. Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum. Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum.
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira