Nökkvi kom St. Louis í 2-4 á 58. mínútu en Portland minnkaði muninn skömmu síðar. Þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Evander jöfnunarmark heimamanna sem voru þá manni færri.
Nökkvi var tekinn af velli ellefu mínútum eftir að hann skoraði. Þetta var hans fjórða mark í MLS á tímabilinu. Markið, sem Nökkvi skoraði með laglegu vinstri fótar skoti, má sjá hér fyrir neðan.
Thor makes it four!!!!#AllForCITY x @EdwardJones pic.twitter.com/lov4DCZPQN
— St Louis CITY SC (@stlCITYsc) August 25, 2024
St. Louis er í þrettánda og næstneðsta sæti Vesturdeildarinnar. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.
Dagur Dan Þórhallsson var á sínum stað í byrjunarliði Orlando City sem tapaði 3-0 fyrir Sporting Kansas City. Orlando er í 7. sæti Austurdeildarinnar.