Stærsta gosið til þessa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 19:54 Benedikt Ófeigsson segir yfirstandandi gos vera umtalsvert stærri en fyrri. Vísir/Samsett Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira