Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2024 19:13 Skriður féllu víða vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Þessi féll innarlega í Siglufirði, fyrir ofan Hesthúsveg. Jóhann K. Jóhannsson Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu. Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu.
Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08
Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42