Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 23. ágúst 2024 21:54 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21
Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34