Takk Agnes fyrir að standa með konum í neyð Rósa Björg Brynjarsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 15:31 Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar