Ákveðinn léttir en áfram óvissa Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 08:40 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, minnir á að síðasta gos hafi staðið í þrjár vikur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir stöðuna nú vera æði góða miðað við það sem hefði geta verið ef upptök eldgossisins hefðu verið sunnar og nær bænum. Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Eldgos hófst austan við Sýlingarfell klukkan 21:26 í gærkvöldi og hefur hraun úr sprungunum runnið til vesturs og austurs. Fannar segir hraunflæðið núna ekki ógna Grindavík og heldur ekki Grindavíkurveginum. „En auðvitað eru þetta fyrstu klukkutímarnir sem eru liðnir og rifja það upp að síðasta gos stóð yfir í þrjár vikur og við vitum ekki um framhaldið. En alla veganna má segja að þetta sé ákveðinn léttir. Biðtíminn afstaðinn þar sem óvissa var um það hvernig þetta kæmi til með að verða ef kæmi til goss. Þannig að við verum bærilega sátt við stöðuna.“ Fannar fór í samhæfingarstöð almannavarna í gærkvöldi og var þar fram á nótt og fylgdist með stöðunni. „Það var búð í 25 til 30 húsum og rýmingin gekk mjög vel, bæði í Grindavík og í Svartsengi. Þannig að það voru fumlaus og þjálfuð vinnubrögð sem voru þar viðhöfð og það gekk vel.“ Heyrist minna í lúðrum í hvassviðri Ábendingar hafa borist um að ekki hafi heyrst jafn vel í viðvörunarlúðrunum í Grindavík í gærkvöldi og í fyrri gosum. Fannar segir ekkert annað benda til en að lúðrarnir hafi virkað sem skyldi enda hafi þeir verið prófaðir reglulega. „Það er þannig að það er reglulega verið að taka æfingar og prófa þessa lúðra. Hins vegar er það þannig að það fer eftir vindáttinni og í hvaða aðstæðum fólk er í innanhúss að hljóðið berst ekki nægilega vel. En ég held að þeir hafi virkað sem skyldi en við vitum líka að í hvassviðri berst hlóðið ekki eins vel,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56 Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ 23. ágúst 2024 07:56
Vaktin: Innviðir virðast öruggir í bili Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt. 23. ágúst 2024 06:28