Á vef Veðurstofunnar segir að lægðin valdi einnig talsverðri úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum, en þá aukist líkur á aurskriðum og vatnavöxtum í ám. Varasamt ferðaveður á þessum slóðum, og eru gular viðvaranir vegna úrhellis og hvassviðris í gildi á norðan- og vestanverðu landinu fram á kvöld.
![](https://www.visir.is/i/3C5E711AB57208D02D8D5B51D64BE33CF39E0DE63C38478C248690A8BC7CD4A2_713x0.jpg)
Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu fimm til fjórtán stig þar sem verður mildast syðst.
„Í kvöld og í nótt dregur smám saman úr vindi og úrkomu. Norðan kaldi á morgun og víða dálítil væta, en yfirleitt bjart og þurrt sunnanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar.
![](https://www.visir.is/i/89B8651D6E3404525EDBA7FED9895E224464DD39BAFFD08BB4E21071EBDC3672_713x0.jpg)
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðan og norðvestan 5-13 m/s og víða dálítil rigning eða súld, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 6 til 15 stig, mildast syðst.
Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 og dálítil væta á víð og dreif, en rigning á Austurlandi. Yfirleitt léttskýjað syðra. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt og víða bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar væta austantil. Hiti 7 til 14 stig.
Á miðvikudag: Fremur hæg norðaustlæg átt með vætu á Norðausturlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig.
Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt og skúrir, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hlýnar í veðri.