Hafa áhyggjur af kaldavatnslögn Eiður Þór Árnason skrifar 23. ágúst 2024 01:55 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Mælingar benda til að hraunflæði eldgossins sem hófst í Sundhnúksgígaröðinni í kvöld sé um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu. Gert er ráð fyrir því að hraun nái fljótlega að Grindavíkurvegi. Niðurstöður úr flugi vísindamanna yfir gosið sýna að mesta hraunflæðið er norðan við Stóra-Skógfell og síðan á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Áhyggjur séu af kaldavatnslögn sem liggi meðfram Grindavíkurvegi að Svartsengi. Lögnin hafi áður þolað það að fara undir hraun en viðbragðsáætlun sé til staðar ef það þurfi að gera við lögnina. Minni áhyggjur séu af heitavatnslögn og raflögnum sem séu betur varðar. Vel gengið að rýma Víðir segir að vel hafi gengið rýma Grindavík í kvöld og ekki mjög margir verið í bænum. Mesta virknin í gosinu sé nú norðar en áður og kannski líkast því sem var í desembergosinu árið 2023. Hann bætir við að hraun renni nú bæði norðan og sunnan við Stóra-Skógfell en til samanburðar hafi megnið af hrauninu í síðasta gosi runnið suður að Grindavík og sunnan við Stóra-Skógfell. Ekkert hraun renni nú suður í áttina að Grindavík. Unnið er að gerð hraunflæðilíkans sem getur spáð fyrir um rennsli hrauns næstu tólf til sextán klukkustundirnar. Í kjölfarið af því verður metið hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirliggjandi vörnum og áætlunum, að sögn Víðis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Niðurstöður úr flugi vísindamanna yfir gosið sýna að mesta hraunflæðið er norðan við Stóra-Skógfell og síðan á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Áhyggjur séu af kaldavatnslögn sem liggi meðfram Grindavíkurvegi að Svartsengi. Lögnin hafi áður þolað það að fara undir hraun en viðbragðsáætlun sé til staðar ef það þurfi að gera við lögnina. Minni áhyggjur séu af heitavatnslögn og raflögnum sem séu betur varðar. Vel gengið að rýma Víðir segir að vel hafi gengið rýma Grindavík í kvöld og ekki mjög margir verið í bænum. Mesta virknin í gosinu sé nú norðar en áður og kannski líkast því sem var í desembergosinu árið 2023. Hann bætir við að hraun renni nú bæði norðan og sunnan við Stóra-Skógfell en til samanburðar hafi megnið af hrauninu í síðasta gosi runnið suður að Grindavík og sunnan við Stóra-Skógfell. Ekkert hraun renni nú suður í áttina að Grindavík. Unnið er að gerð hraunflæðilíkans sem getur spáð fyrir um rennsli hrauns næstu tólf til sextán klukkustundirnar. Í kjölfarið af því verður metið hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirliggjandi vörnum og áætlunum, að sögn Víðis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira