Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 17:03 Skálarnir við Drekagil í morgun. Gígur gestastofa Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. „Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna. Þingeyjarsveit Askja Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna.
Þingeyjarsveit Askja Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira