Duvnjak búinn að lofa Degi Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:33 Domagoj Duvnjak hefur lengi verið í hópi stærstu stjarna handboltans. Getty/Marcus Brandt Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki. Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira