Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 23:07 Enn á eftir að finna eitt lík. Efitt hefur verið fyrir kafara að leita í snekkjunni sem sökk á hafsbotn eða á fimmtíu metra dýpi. Vísir/EPA Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni. Bayesian, lystisnekkja breska auðkýfingsins Mike Lynch, hvolfdi og hún sökk á örfáum mínútum við Sikiley á mánudag. Kokkurinn af snekkjunni, Racaldo Tomas, fannst látinn sama dag og fimmtán var bjargað. Alls er sex saknað úr snekkjuni. Það eru Lynch, átján ára gömul dóttir hans, Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og eiginkona hans Judy Bloomer. Þá er einnig ameríska skarpgripahönnuðarins Neda Morvillo saknað og eiginmanns hennar. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindrað leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Snekkjan sökk í ofsaveðri á fimmtudag í um 700 metra fjarlægð frá landi. Í frétt BBC segir að talið sé að snekkjan hafi lent í hvirfilbyl eða skýstrokki sem hafi hvolft henni og hún í kjölfarið sokkið niður. Ítölsk yfirvöld hafa ekki gefið neitt út um það hverjir það eru sem er búið að finna en samkvæmt ítölskum lögum má ekki gera það opinberlega fyrr en búið er að tilkynna nánustu aðstandendum um fundinn. Yfirvöld á Ítalíu hafa gefið út að rannsókn muni fara fram á tildrögum slyssins en að það sé í forgangi að finna alla sem voru um borð. Alls voru 22 um borð í snekkjunni þegar hún sökk. Tíu áhafnarmeðlimir og tólf gestir. Eigandi hennar, Lynch, hafði boðið þeim að koma með sér í siglingu til að fagna því að hann hafi verið sýknaður af ásökunum um fjársvik. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06 Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56 Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. 19. ágúst 2024 13:57 Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Bayesian, lystisnekkja breska auðkýfingsins Mike Lynch, hvolfdi og hún sökk á örfáum mínútum við Sikiley á mánudag. Kokkurinn af snekkjunni, Racaldo Tomas, fannst látinn sama dag og fimmtán var bjargað. Alls er sex saknað úr snekkjuni. Það eru Lynch, átján ára gömul dóttir hans, Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og eiginkona hans Judy Bloomer. Þá er einnig ameríska skarpgripahönnuðarins Neda Morvillo saknað og eiginmanns hennar. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindrað leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Snekkjan sökk í ofsaveðri á fimmtudag í um 700 metra fjarlægð frá landi. Í frétt BBC segir að talið sé að snekkjan hafi lent í hvirfilbyl eða skýstrokki sem hafi hvolft henni og hún í kjölfarið sokkið niður. Ítölsk yfirvöld hafa ekki gefið neitt út um það hverjir það eru sem er búið að finna en samkvæmt ítölskum lögum má ekki gera það opinberlega fyrr en búið er að tilkynna nánustu aðstandendum um fundinn. Yfirvöld á Ítalíu hafa gefið út að rannsókn muni fara fram á tildrögum slyssins en að það sé í forgangi að finna alla sem voru um borð. Alls voru 22 um borð í snekkjunni þegar hún sökk. Tíu áhafnarmeðlimir og tólf gestir. Eigandi hennar, Lynch, hafði boðið þeim að koma með sér í siglingu til að fagna því að hann hafi verið sýknaður af ásökunum um fjársvik.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06 Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56 Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. 19. ágúst 2024 13:57 Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. 20. ágúst 2024 14:06
Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. 20. ágúst 2024 08:56
Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. 19. ágúst 2024 13:57
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent