Palmer besti ungi leikmaðurinn en þó ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 22:01 Besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu tímabilið 2023-24. EPA-EFE/TOLGA AKMEN PFA (Professional Footballers' Association) verðlaunin voru veitt í kvöld. Þar kjósa leikmenn ensku atvinnumannadeildanna um besta leikmann hverrar deildar fyrir sig, besta unga leikmanninn sem og lið deildarinnar að mati leikmanna er tilkynnt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira