Sjónarhornið er það sem skiptir mestu Anton McKee skrifar 20. ágúst 2024 17:01 Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun