Mæld verðbólga meiri ef Hagstofan hefði ekki skipt um kúrs Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2024 13:15 Hagstofa Íslands fékk betri yfirsýn yfir verð á leigumarkaði eftir að öllum var gert að skrá nýja leigusamninga í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hagstofan tók svo upp nýja mælingaraðferð sem byggði á þessum upplýsingum. Vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú minni eftir að Hagstofan breytti því hvernig hún mælir húsnæðiskostnað, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlímánuði en hefði líklega verið nær sjö prósentum með gömlu aðferðinni. Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn. Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn.
Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf