Máli séra Gunnars lokið með starfslokagreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 11:22 Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur prestur séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall. Séra Gunnar Sigurjónsson fyrrverandi prestur í Digraneskirkju hefur gert starfsflokasamkomulag við Þjóðkirkjuna. Lögmaður hans segir málið hafa verið blásið upp og áréttar að Gunnar hafi ekki gert neitt sem venjulegt fólk myndi telja til kynferðislegrar áreitni. Mbl.is greindi fyrst frá. Gunnar tók til starfa sem sóknarprestur í Digranes og Hjallaprestakalli árið 1995. Í september 2022 var upplýst að teymi þjóðkirkjunnar hefði lokið störfum er varðaði mál sóknarprests. Í tilkynningu sem birt var á vef kirkjunnar sagði að sóknarpresturinn hefði í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem stríddi gegn 3. gr. EKKO rg. (sem stendur fyrir einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi) auk þess sem teymið metur háttsemi sóknarprestins í orði og athöfnum, eins og henni hefur verið lýst, ósæmilega, óhæfilega og ósamrýmanlega starfi hans sem sóknarprests. Í tveimur tilvikum mat teymið háttsemi sóknarprestsins svo að hann hefði orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum mat teymið að sóknarpresturinn hefði orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Presturinn var ekki nafngreindur í fréttatilkynningunni en í ljós kom að um séra Gunnar var að ræða. Fram kom að hann hefði lokið störfum við prestakall sitt og fyrirhugað væri að veita honum skriflega áminningu. Sex konur innan prestakallsins voru á bak við 48 tilvik sem voru tilkynnt og taldi teymi kirkjunnar Gunnar hafa orðið uppvísan að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Sóknarnefndin stóð þó þétt við bak Gunnars. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars, segir aldrei hafa komið til þess að Gunnar fékk áminningu frá þjóðkirkjunni. „Hann sendi inn bréf sem hafði að geyma hans andmæli. Svo var ekkert aðhafst,“ segir Auður. Hún segir engan venjulegan einstakling myndu telja háttsemi hans til kynferðislegrar áreitni. „Ef þetta hefði verði kynferðisleg áreitni þá hefði verið gripið til aðgerða,“ segir Auður. Ekkert í hegðun séra Gunnars heyri undir almenn hegningarlög. „Þessi mynd sem hefur verið máluð upp af honum gefur ekki rétta mynd af málsatvinu eða málinu í heild.“ Uppi varð fótur og fit í prestakallinu þar sem stuðningsmenn Gunnars vildu fá prestinn aftur til starfa. Vorið 2023 var tekist um að komast að í stjórn kirkjunnar þar sem stuðningsmenn Gunnars þurftu frá að hverfa. Flækja komst í málið þegar í ljós kom að brottvikning Séra Agnesar M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskups Íslands, var ógild eftir að í ljós kom að hún hafði ekki umboð til stjórnsýslulegra athafna. Fór svo að Gunnar höfðaði bótamál á hendur kirkjunni vegna brottvísunar. Auður Björg staðfestir að samkomulag hafi náðst um að málið félli niður og í framhaldinu hafi verið gert samkomulag í byrjun sumars. Hún segist ánægð með niðurstöðuna fyrir hönd skjólstæðings síns. „Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu. Annars hefði ekki verið gert samkomulag.“ Heimir Hannesson, samskiptastjóri Biskupsstofu, staðfestir að Gunnar sé ekki lengur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Átök í Digraneskirkju Þjóðkirkjan Kópavogur Tengdar fréttir Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá. Gunnar tók til starfa sem sóknarprestur í Digranes og Hjallaprestakalli árið 1995. Í september 2022 var upplýst að teymi þjóðkirkjunnar hefði lokið störfum er varðaði mál sóknarprests. Í tilkynningu sem birt var á vef kirkjunnar sagði að sóknarpresturinn hefði í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem stríddi gegn 3. gr. EKKO rg. (sem stendur fyrir einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi) auk þess sem teymið metur háttsemi sóknarprestins í orði og athöfnum, eins og henni hefur verið lýst, ósæmilega, óhæfilega og ósamrýmanlega starfi hans sem sóknarprests. Í tveimur tilvikum mat teymið háttsemi sóknarprestsins svo að hann hefði orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum mat teymið að sóknarpresturinn hefði orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Presturinn var ekki nafngreindur í fréttatilkynningunni en í ljós kom að um séra Gunnar var að ræða. Fram kom að hann hefði lokið störfum við prestakall sitt og fyrirhugað væri að veita honum skriflega áminningu. Sex konur innan prestakallsins voru á bak við 48 tilvik sem voru tilkynnt og taldi teymi kirkjunnar Gunnar hafa orðið uppvísan að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Sóknarnefndin stóð þó þétt við bak Gunnars. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars, segir aldrei hafa komið til þess að Gunnar fékk áminningu frá þjóðkirkjunni. „Hann sendi inn bréf sem hafði að geyma hans andmæli. Svo var ekkert aðhafst,“ segir Auður. Hún segir engan venjulegan einstakling myndu telja háttsemi hans til kynferðislegrar áreitni. „Ef þetta hefði verði kynferðisleg áreitni þá hefði verið gripið til aðgerða,“ segir Auður. Ekkert í hegðun séra Gunnars heyri undir almenn hegningarlög. „Þessi mynd sem hefur verið máluð upp af honum gefur ekki rétta mynd af málsatvinu eða málinu í heild.“ Uppi varð fótur og fit í prestakallinu þar sem stuðningsmenn Gunnars vildu fá prestinn aftur til starfa. Vorið 2023 var tekist um að komast að í stjórn kirkjunnar þar sem stuðningsmenn Gunnars þurftu frá að hverfa. Flækja komst í málið þegar í ljós kom að brottvikning Séra Agnesar M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskups Íslands, var ógild eftir að í ljós kom að hún hafði ekki umboð til stjórnsýslulegra athafna. Fór svo að Gunnar höfðaði bótamál á hendur kirkjunni vegna brottvísunar. Auður Björg staðfestir að samkomulag hafi náðst um að málið félli niður og í framhaldinu hafi verið gert samkomulag í byrjun sumars. Hún segist ánægð með niðurstöðuna fyrir hönd skjólstæðings síns. „Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu. Annars hefði ekki verið gert samkomulag.“ Heimir Hannesson, samskiptastjóri Biskupsstofu, staðfestir að Gunnar sé ekki lengur starfsmaður þjóðkirkjunnar.
Átök í Digraneskirkju Þjóðkirkjan Kópavogur Tengdar fréttir Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19
Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04